30 september 2004

Vitlaust að gera framundan

Í gær lauk upptökum á stuttverkunum og næst á dagskrá er að ganga frá þeim þannig að við getum skilað þessu frá okkur til BÍL. Fresturinn til að skila var sem betur fer framlengdur.
Það verður að segjast eins og er að ekki er víst að mikið verði bloggað þar sem mikið verður að gera næstu daga.
Eins og lesendur hafa orðið varir við þá hafa færslur undanfarna daga nánast eingöngu verið um eitthvað vesen í kringum Halaleikhópinn. Svona er þetta bara hlutirnir gerast í törnum sólarhringurinn dugir varla til.
Framundan er helgin og ekki útlit fyrir að hún verði neitt rólegri. Á laugardag verða framkvæmd stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Esju, ég verð ritari næsta starfsár. Hlakka til þess vegna þess að það er oft virkilega krefjandi starf. Eitthvað er verið að spá í að Halar komi samann á laugardag og fagni 12 ára afmæli leikhópsins vonandi skemmta þau sér vel en ég verð fjarri góðu gamni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home