28 nóvember 2004

Hugguleg helgi

Mikið er þetta búin að vera náðug helgi. Maður hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af vinnu eða neinu slíku.
Halinn hélt stjórnarfund í dag og var ákveðið með leikrit vetrarins. Nú verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvað það verður kemur í ljós á félagsfundi sem haldinn verður bráðlega.
Nú sit ég hér í makindum og "blogga" og það mætti halda að jólin yrðu á morgun því að á einni útvarpsstöðinni eru bara jólalög, er ekki tæplega mánuður til jóla? Ég er hræddur um að með þessu áframhaldi verði maður orðinn hundleiður þegar kemur að jólunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home