31 júlí 2004

Sammenkomst í Krika

Jæja, þá er lífið að færast í eðlilegar skorður, ég þurfti reyndar að skreppa uppá spítala í gær vegna "smá" tæknilegrar bilunar í lögninni en því var snarlega kippt í liðin.
Örn Sigurðs sendi mér SMS áðan og spurði hvort ekki ætti að láta sjá sig uppi í Krika. Það varð úr að við hjónakornin skruppum uppeftir og var þar góðmenn samkoma. Nóg að bíta og brenna og ekki skorti drykkjarföngin heldur. Af einskærri rælni þá hafði ég stungið gítarnum mínum (einum af mörgum) í skottið á bílnum og kom það sér vel þó ekki sæi ég um spilamennskuna en það leysti RGÞ af mikilli prýði. Þeir fatta sem til þekkja.

Þar sem ég hef ekki ennþá úthald í miklar setur þá fórum við Sigga snemma heim en fólk ætlaði að vera þarna eitthvað fram eftir kvöldi. Takk fyrir góða samveru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home