18 ágúst 2004

Félagsmálastarfsemi - stuttverk

Eins og getið var um í gær, þá er að koma sá tími ársins að þessi hefðbundna félagsmálastarfsemi sem ég hef komið nálagt er að fara í gang eftir sumarfrí (Kiwanis, Halinn CP félagið og fl.) Núna á eftir ætlar stjórn Halans t.d. að hittast uppi í Krika og skoða nokkur stuttverk og reyna að leggja raunhæft mat á hvort við getum tekið þátt í væntanlegri stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu. Meira um þetta seinna í kvöld.
Við höfðum ein 10 stuttverk til skoðunar en völdum 4 af þeim til frekari skoðunnar. Endanleg ákvörðun ætti að liggja fyrir á morgun. Þessi verk hafa yfirleitt 2 - 3 hlutverk og næsta verkefni er síðan að finna mannskap til að taka þetta að sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home