08 ágúst 2004

Gamlir taktar

Þetta er búinn að vera meiri dagurinn eða þannig. Svaf mjög illa síðsutu nótt, og vaknaði nánast þreyttur í morgun.Ég var farinn að halda að andsk... aðgerðin um daginn hefði mishepnast því ég var nánast í "spreng" alla nóttina. Náði loks að sofna undir morgun. Drattaðist úr bælinu undir hádegi. Eyddum degingum í hreingerningar það hefði mátt halda að við ættum von á einhverju merkisfólki í heimsókn. Allt var snurfusað og tekið í gengn. Það var ekkert planað í þessu sambandi. Við vorum bara í góðu stuði og vissum sem var að ekki var von á því að gert yrði hreint á næstuni hjá okkur svo við urðum bara að bjarga okkur sjálf eða þannig (eins og þetta er orðið erfitt fyrir "kellu" mína).
Gunni (RGÞ) og Kolbrún Dögg hringdu undir kvöld og boðuðu heimsókn sína. Pöntuð var pizza í snarhasti og áttum við góða kvöldstund hér saman. Við Gunni rifjuðum upp gamla takta og spiluðum saman lög sem við höfðum ekki spilað lengi.

Koníakið sem mamma gaf mér um daginn rann ljúflega niður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home