20 ágúst 2004

Hávaði og læti í morgunsárið

Ég vaknaði við helv.... hávaða í morgun, þ.e.a.s. eftir að ég var búinn að þagga niður í vekjaraklukkunni. Þetta voru hamarshögg og allur fjárinn. Sigga kom í dyragættina og sagði "smiðurinn er kominn til að gera við skápinn". Það þurfti nefnilega að rústa einum skáp í eldhúsinnréttingunni til að hægt væri að koma uppþvottavélinni frægu fyrir. Þegar ég fór var búið að koma innréttingunni í eðlilegt horf og smiðurinn hafði kvatt. Von er á rafvirkja og pípara - já hugsið ykkur sama daginn. Nú er bara að sjá hvort að það stenst. Meira seinna í dag. - Rafvirkinn er búinn að koma nú er bara beðið eftir píparanum sem aldrei kom. Sigga er hundfúl yfir þessu en það þýðir ekkert að fárast yfir því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home