06 október 2004

Tíðindalítill dagur

Nú eru hlutirnir aðeins farnir að róast hjá mér. Meira að segja vinnan var með rólegra móti en dagurinn fór í prófunarfundi (útskýri það ekki frekar). Við félagarnir í SJER hittumst áðan og æfðum. Það er orðið langt síðan við höfum tekið eins góða æfingu og núna.
Kvöldinu hef ég svo eitt í það að taka til í tölvunni hjá mér koma myndum sem hafa safnast upp á diska og þess háttar.
Annars er lítið annað að gera en að fara að koma sér í svefninn, kannski skrifa ég meira seinna í dag en þó ekki fyrr en fyrsta lagi uppúr hádegi. Maður er eitthvað svo tómur núna því miður.
Það var einhver andsk.... "lumbra" í mér þegar ég vaknaði svo ég fór ekkert í vinnu. Ég hef semsagt legið í bælinu í allan dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home