01 desember 2004

Fjöðrin sem varð að hænum

Þetta er búinn ósköp venjulegur dagur, ekkert sérstakt í vinnunni, en þetta hefur þó verið gert utan við það.
  1. SJER æfing á venjulegum tíma.
  2. Aukafundur stjórnar Halaleikhópsins.
Ég hef komist að því, að ég, og þeir, sem ég hef mest samskipti við búa í mjög litlum heimi. Það má hreinlega ekkert út af bera svo ekki fari allt á annan endan. Þið kannist við söguna um hænuna sem missti fjöður, eftir smá tíma varð þetta að fimm dauðum hænum. Ég var á fundi áðan sem snérist nákvæmlega um þetta - ég hugsaði með mér andsk... þyrfti ég að flytja í milljónaborg - þar mætti maður kannski snúa sér við í friði. Já, við höldum að Reykjavík sé orðin stór en hún er ennþá pínulítið þorp. Ég er svosem ekki að ásaka neinn, en bið fólk um að horfa aðeins framfyrir nefið á sér áður en rangar ályktanir eru dregnar.
SJER æfingin var mjög góð - og á morgun er önnur æfing, en nú eru það jólalögin sem eru á dagskrá en við félagarnir ásamt fleirum ætlum að flytja nokkur jólalög þann 3. des. næstkomandi, í tengslum við basar Sjáflsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home