26 febrúar 2005

Góð kvöldstund í Halanum

Það hafði verið ákveðið að hafa partí í Halanum í kvöld og ég skrapp þangað. Ég fór að hugsa hvernig í fjandanum ætti ég að fara. Sigga ekki heima, en ég búinn að skála við mömmu í koníaki, og systur mínar allar segjandi þeim tíðindin, þ.e. að ég væri að flytja á næstu mánuðum. "Fjandinn hafi það drengur þú ferð ekki að keyra", hugsaði ég, eða taka leigubíl þetta stutta leið niðrí Hátún 12
Allt í einu mundi ég að skutlan hennar Siggu var ónotuð niðrí kjallara. Mér væri óhætt að stela henni þar sem kella mín væri ekki heima. Það er skemmst frá því að segja að ég fór á skutluni í partíið og skemmti mér hið besta. Hjólastóllinn hennar Hönnu bilaði svo ég lánaði henni skutluna, á meðan strákarnir gerðu við. Ég held að Hanna sé búinn að fá forsmekkin að því hvernig er að vera á svona græju og vonandi áttu "dúllan" mín eftir að fá þér skutlu. Allt annað líf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home