24 febrúar 2005

Vonbrigði - og þó

Ég varð fyrir vonbrigðum með rennslið á Kirsuberjagarðinum í gær. Vonandi tekst betur til um helgina en þá ætla ég mér að skoða aftur.
SJER æfingin í gær tókst aftur á móti mjög vel og erum við félagarnir alltaf að ná að spila okkur betur saman þar voru hvergi hnökrar.
Ekkert nýtt er að frétta af húsnæðismálum. Engar fréttir eru góðar fréttir.
Eitthvað fannst félögum mínum ég hafa verið harður í gagnrýni minni ár rennslið í gær, þetta var alla vega mín skoðun. Ég sá seinni partinn svo aftur í dag og líkaði mun betur. Mér fannst vera fínir sprettir í þessu - og það er tími enn - ekki örvænta krakkar. Það verður flott frumsýning. Þetta er erfitt verk það veit ég ósköp vel, þið standið ykkur eins og alltaf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home