18 júní 2005

Þjóðhátíð í sveitinni


Mikið var þetta notalegur þjóðhátíðardagur hérna í sveitinni. Fín dagskrá bæði úti og inni en hátíðin var haldinn við Hlégarð. Ég hitti þó nokkuð af fólki sem ég kannaðist við. Veðrið spillti nú ekki fyrir. Sagði við mömmu þegar hún spurði hvar við hefðum alið mannin í dag að sjálfssögðu hefðum við fylgst með hátíðarhöldunum hér í bænum. Kvöldinu var svo eytt í notaleg heitum með góðum vinum en Sigga fór snemma til náða enda orðinn þreytt eftir daginn. Ég hins vegar þarf að skreppa í "bæinn" á morgun og dæma á móti sem halda á í fyrramálið en meira um það síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home