02 júní 2005

Samband komið á aftur - ekki leti

Það er ég viss um að allir sem lesa þetta sem ég hef verð að skrifa hér halda að nú nenni maður ekki lengur að skrifa eða svara. Það á ekki við rök að styðjast heldur er ástæðan sú að ég eða við höfum verið sambandslaus við netið í heila viku. Já heila viku, og þið getið ímyndað ykkur að ég var ekki sáttur við það. Núna fyrir u.þ.b. klukkutíma síðan komst ég loksins í samband.
Við höfum verið að koma okkur fyrir og ekki skil ég hvað maður er að gera við allt þetta dót og drasl sem fylgir manni. Hvurn andsk.... er maður að gera við þetta allt. Þar sem geymslurnar eru ekki tilbúnar þá hentum við öllu geymslu dóti inn í litla herbergið sem er orðið smekk fullt bæði af okkar dóti og eins dóti frá tengdamömmu og Dolla. Þetta lagast væntanlega næstu daga þar sem geymslurnar eru að verða tilbúnar.
Það hefur valdið Siggu töluverðum erfiðleikum að lyftan er ekki kominn í gagnið, en það eru víst tveir þrír dagar í að hún verði komin í gang.
Það verður að segjast eins og er að okkur líður hreint stórvel hér í "sveitinni" svo ekki sé meira sagt. Við viljum þakka öllum góðar kveðjur og hamingju óskir sem við höfum fengið, og eins líka þeim sem hafa komið að flutningnum með beinum hætti hvort sem það var að bera mublur og dót inn eða koma því fyrir eftir á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home