01 maí 2005

Lagstur í flensu - aftur

Ég náði mér í einhvern flensuskít byrjaði að finna fyrir þessu á föstudagsmorgun. Var nú samt í vinnu allan þann dag. Þetta flensustand kemur sér mjög illa því margt þurfi að gera þessa helgi. Fyrir það fyrsta eigum við að afhenda íbúina í Austurbergi á morgun og hefði ég viljað fara þangað og skoða hvernig ástandið væri. Krakkarnir sem hafa verið þar sl. þrjú ár fluttu núna rétt fyrir helgina.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti frá því að ég komst til vits og ára að ég fari ekki í 1. maí kaffi til mömmu, en þó er bót í máli að Sigga fór. Mamma leysti nöfnu sína út með pönnukökum sem mér voru færðar. Það þarf ekki að taka fram að þær runnu ljúflega niður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home