18 janúar 2008

Hvað er að þegar ekkert er að og allt er í lagi


Hvað í andsk… á maður að gera þegar allt er í lagi og ekkert er að.
Mér datt bara si svona í hug að vitna í orð pabba gamla en hann sagði þetta stundum. Það duttu stundum út úr honum ýmis gullkorn. Fjandakornið ég hafði samt viljað hafa yfirlit yfir þær vísur sem honum datt í hug. Hann gerði allt of lítið af þessu eða hélt því leyndu. Það má til sanns vegar færa að hann talaði ekki mikið um sjálfan sig. Jeppinn hanns verður mér alltaf minnstæður en hann var kominn vel til ára sinna þegar ég man fyrst eftir jeppanum.
Pabbi gamli var kanski ekki þessi dæmigerði jeppadellukall, sem við gerum okkur hugarlund í dag. Hann var samt ásamt félögum sínum var einn af þeim fyrstu sem fór t.d. í Landmannalaugar á jeppa held að hann og félagar hafi verið númer 2 í röðinni í því að komast þangað.
Ég var á fundi um daginn í Kiwanisklúbbum Geysi og þar var maður nokkur (fyrirlesari á fundinum), sem var að fjalla um jeppamennsku nútímans. Þá greindi ég honum frá þessari ferð foreldra minna og félaga þeirra. Hann varð allur uppveðraður og vildi endilega fá greinagóða frásögn af þessari ferð. Ég held að mamma sé orðin ein til frásagnar.
Þetta fóru þau á Willys árgerð 1942 og geri menn betur í dag. Þetta er efni sem ég þarf að spyrja mömmu betur út í einhverntíma þegar okkur gefst tími til.
Ég held að þessi vísa eftir pabba hafi orðið til í Landmannalaugaferðinni sem farin var ´47 eða ´48.
Hóf sig í brekkur býsna snar
brúnum að lokum náði,
hjeppinn og kaldar kvíslarnar
klauf og í Laugum áði.

Hjeppinn=jeppinn gert til að stuðla rétt
Félagarnir voru
ps. Helgi var prentari og er ekki sá sami og alþjóð veit af. Sá er húsasmiður eins og einn af "Himnafeðgunum".
Ég vona að frekjurnar af Litlu-Brekku slektinu móðgist ekki þó að ég birti þetta.

3 Comments:

At 10:47, Blogger Unknown said...

Gaman að þú skulir rifja þetta upp, ég man eftir að hafa séð þessa vísu einhvers staðar á prenti. Gott ef ekki í Bændablaðinu. Í minni fjölskyldu eru tveir frasar notaðir frá pabba gamla. Það er: "Það eru víða góðir vegir" og "Þetta getið þið vitað sem ekki skiptir nokkru máli". Hann var ekki orðmargur blessaður, en það skipti máli þegar hann sagði eitthvað.

 
At 16:15, Anonymous Nafnlaus said...

Ég módgast ekki og var gaman ad lesa thetta. Thad tharf endilega ad skrifa nidur thessa feramensku theirra félaga og reyndu ad fá eitthvad hjá mömmu medan hægt er.
Kvedja Ingibjörg

 
At 12:46, Anonymous Nafnlaus said...

ég kemst nú á fólksbíl í Laugar núna með einu drifi geri aðrir betur

 

Skrifa ummæli

<< Home