25 desember 2007

Gleðileg jól


Gleðileg jól öll sömul. Jólahátíðin byrjar vel þetta árið. Hreindýrasteikin á aðfangadagskvöld var hreint frábær.
Ég hef verið að hugsa já ég hef stundum tíma til þess en ég hef algjörlega vanrækt þetta blogg. Kannski vegna þess að það var á sínum tíma sett upp þegar ég átti við ákveðin veikindi að stríða og var notað til þess að flytja fréttir af ástandi mínu hverju sinni. Hef ég kannski bara ekki frá neinu að segja? Ekkert til að miðla til vina og ættingja? Kannski er það einfaldlega svo og þó nei ég held að þetta sé einfaldlega leti. Já, ég veit ég er latur að eðlisfari.
Það sem af er vetri hefur verið mjög annasamur tími hjá mér. Mikið að gera í vinnu og síðan hitt að ég gegni nú starfi forseta Kiwanisklúbbsins Geysis hér í Mosfellsbæ. Ef rækja á það starf vel þá er það þónokkurt verkefni. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að lítið hefur verið skrifað hér síðustu vikur og mánuði. Snúum okkur að öðrum hlutum.
Næstkomandi föstudag verður verður slegið hér upp heljarinnar afmælisveislu, nei ég á ekki afmæli en veislan verður engu síður haldinn hér hjá mér. Þar munum við systkynin og allt okkar hyski hittast í fyrsta skipti í um það bil ár. Það verður ábyggilega hin skemmtilegasta samkoma.
ps. myndin sem fylgir var tekin á jólum í fyrra hér útum útidyrnar hjá okkur Siggu.

1 Comments:

At 15:15, Blogger Ása Hildur said...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

 

Skrifa ummæli

<< Home