03 apríl 2008

Langaði ekkert að koma heim


Jæja þá er maður kominn heim frá Færeyjum. Þetta var fín ferð alltaf gaman að koma til Færeyja.
Ferðin hófst föstudaginn 28. mars sl. er við flugum til Vága og lentum þar um kl. 15:00 og var farið beina leið til Tórshavn en áætur Kiwanisfélagi Sámal Bláhamar sá um að flytja hópinn sem var um 40 manns allt í allt. Dagin eftir var svo haldið á svæðisráðsfund en það var tilgangur ferðarinnar. Þess má geta að ég var fundarritari og hafði nóg að gera. Á sunnudeginum var farið í ferð til Sandeyjar og heimsóttum við bæinn Skálavík. Tilgangur þessarar ferðar var að afhenda styrk frá Styrktarsjóði Kiwanis en hann rann til barnaheimilisins Leikan í Skálavík. Eins og kunnugt er varð mikið tjón í miklu óveðri í febrúarbyrjun í Færeyjum og varð Skálavík verst úti. Styrkum við Leikan um eina milljón króna. Það var virkilega gaman að koma þarna. Skálavíkingar minntust með miklu þakklæti á þann stuðning sem þeir hafa fengið frá Íslandi. Í bakaleiðinni var komið við í Kirkjubæ en þangað hafði ég aldrei komið og var það virkilega gaman. Dvöldum við þar drjúga stund við að skoða staðinn.
Nú var komið að seinasta deginum en þá fór hópurinn í ferð á Eysturøy en ég og tveir aðrir nenntum ekki með. Hafði farið þetta áður árið 2005. Eyddum við morginum í göngutúr um Þórhöfn og sáum ekki eftir því. Fórum um eittleitið út á flugvöll en við áttum að fjúga heim kl. 16:30. Vélin fór á áæltun en eftir u.þ.b. 20 mínútna flug var snúið við aftur vegna bilunar. Máttum við bíða til kl. 19:00 og vorum ekki lentir í Reykjavík fyrr en um 20:30. Sem sagt fór tvisvar til Færeyja í sama túrnum.
Myndir úr túrnum er hægt að sjá hér.

2 Comments:

At 12:50, Blogger Ása Hildur said...

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

 
At 21:49, Anonymous Nafnlaus said...

Jón Arnar systursonur þinn er venjulega alltaf í Færeyjum. Reyndar minna núna eftir að hann bjó Bjarkar litla til.

Eiki Emils

 

Skrifa ummæli

<< Home