02 september 2004

Fyrsti dagur ferðarinnar

Uppúr kl. 17:00 var loksins lagt af stað frá Dolla og stefnan tekin á Akureyri. Með í för voru Hanna og Fanney en þær ætla að vera með okkur yfir helgina. Við Dolli fengum bílinn hennar tengdó alveg fyrir okkur þær kellurnar ákváðu að vera saman í bíl. Nokkrum sinnum þurfti að stoppa til að reykja (ojbara segir þessi sem er ný hættur). Fyrsta stopp var í Baulu og var það mjög stutt. Síðan var haldið sem leið liggur yfir Holtavörðuheiði og stoppað næst við afleggjarann að Hvammstanga. Þar var næsta reikningapása. Hún varð öllu lengri en sú fyrri. Loksins var svo haldið áfram en ákveðið var að stoppa á Blönduósi til að borða. Þar var stoppað drjúga stund, en loks var hægt að halda áfram. Næsta pása var í Giljareitunum en þar þurfti að lofta út úr bílnum og tækifærið notað til að reykja. Leiðin var síðan greið til “Akureyris”. Okkur gekk ekki vel að finna bústaðinn sem við áttum að vera í enda komið svarta myrkur. Dolli gekk á allar hurðir sem hann fann þ.e.a.s. þar sem ekki var ljós innifyrir og prufaði lykilinn sem hann var með (smá ýkjur). Loksins fundum við húsið og er þetta allra smekklegasta hús.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home