07 október 2004

Ritari öðru sinni

Nú er komið að því fyrsti fundurinn í klúbbnum mínum eftir stjórnarskipti og ég ritari næsta starfsár. Þessi fyrsti fundur er líka svolítið merkilegur heimsforseti Kiwanishreyfingarinnar verður viðstaddur fundinn og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá okkur Esjumönnum. Svei mér þá ef hinir klúbbarnir öfunda okkur ekki af þessu svolítið. Tilgangur heimsóknar heimsforseta er að kynna sér K-dags verkefnið sem á 30 ára afmæli á þessu ári.
Annars leggst þetta bara vel í mig því ég veit mjög vel hvað ég er að fara útí hef gert þetta áður. Ég lærði óskaplega mikið á því að vera ritari, sem hefur einnig komið öðrum félögum til góða en það virðist vinsælt að hafa mig fyrir ritara við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home