02 desember 2004

Tóm steypa og kuldi

Ég fór víst með tóma steypu í gær þegar ég sagði að flytja ætti jólalöginn þann 3. des. auðvitað er þetta næstkomandi laugardag þann 4. Æfingin á jólalögunum gekk bara nokkuð vel, ég þurfti reyndar að yfirgefa svæðið áður en æfingunni lauk þar sem ég átti að mæta á annan fund.
Ég flýtti mér heim skipti um föt og dreif mig svo á fund í Esjunni og var það með betri fundum sem ég hef verið á þar í lengri tíma þrátt fyrir að forseti héldi að hann hefði nánast ekkert til að leggja fyrir fundinn þá rættist úr og varð þetta mjög góður fundur. Þeir skilja sem voru á svæðinu eða þannig.
Ég er að spá í það þegar ég sit hér og pikka þetta inn og heyri haglið dynja á glugganum ætlar þetta að verða almennilegur vetur? Sá fyrsti í mörg ár ? Jörð hefur ekki orðið jafn oft hvít fyrir áramót og nú í vetur í þó nokkuð mörg ár. Í svona veðráttu nýtur maður þess að hafa bílinn inni og þurfa ekki að standa í því að skafa. Þegar ég bjó uppi á jökli, ofan snjólínu - ég meina í Breiðholtinu þá hugsaði maður til þess stundum með hryllingi að norpa í kuldanum og skafa af rúðum á bílnum oj bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home