11 febrúar 2005

Framhald frá því í gær

Jæja, þá er það komið í ljós að það var ekkert alvarlegt að Siggu, hún er reyndar ekki kominn heim þegar þetta er skrifað. Hún hringdi í mig í morgun kl. 10:30 og sagði að ég mætti sækja sig og ég fór. Þegar upp á spítala var komið þá sagði hún mér að hún þyrfti aðeins að bíða eftir niðurstöðu úr blóðprufu, og við biðum og biðum og biðum. Loksins kom niðurstaðan. Þá var það sneiðmyndataka á lungum - ég kominn í vinnuna aftur og bíð eftir því að Sigga hringi aftur og biðji mig um að sækja sig eða þannig. Nánari fréttir síðar.
Sigga hringdi loksins um fjögur leitið og ég sótti hana um það bil háfltíma síðar. Hún var ósköp feginn að komast loks heim. Nánari skoðun hjá lungnasérfræðingi nk. miðvikudag. Annars eins og ég sagði ekkert fannst að.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home