10 febrúar 2005

Einn ekkert voða kátur

Nú er ég ekki kátur, ég kom heim um fimm leitið í dag og lagði mig var svolítið þreyttur eftir daginn, skrapp svo niðrí Hala þurfti að sinna þar erindi og svo var meiningin að skreppa vestur á Nes í heimsókn til Ness (Kiwanisklúbburinn á Nesinu) en ég kom heim á milli. Ég er búinn að vera stutt heima þegar Sigga sprettur upp úr sófanum og eins og hún nái ekki andanum, hún æddi út í svalardyr en það bætti ekki neitt. Það var úr eftir að hún hafði rætt við múttu sína að ég færi með hana strax eins og ég hafði alltaf ætlað upp á bráðamóttöku. Þetta leit út fyrir að vera eitthvað út frá hjartanu. Það er búið að skoða og mæla hátt og lágt, en hún verður á spítalanum í nótt og fer hugsanlega í lungnamyndatöku í fyrramálið. Hjartað virðist vera í fínu lagi.
Það var heppni að ég skildi vera heima því að "tengdó" var nefnilega bílllaus en við tókum hana að sjálfssögðu með, annað kom ekki til greina frá þeirra beggja hálfu eða þannig. Vonandi verður þetta ekki neitt alvarlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home