07 mars 2005

Önnur sýning og peningamokstur

Þessa dags minnist ég kannski sem dagsins sem ég mokaði út peningum Halans, já ég stóð í því að gera upp við alla og held að nú séum við með nokkuð hreint borð.
Þá er önnur sýning búinn á Kirsuberjagarðinum og hún tókst mjög vel. Reyndar var ég næstum eða klúðraði einu "kjúi" sem ljósamaður, en ég held að mér hafi tekist að bjarga því. Annars var þetta bara góður dagur og veðrið alveg yndislegt.
Hugsið ykkur nú getur maður bara slappað af fram á miðvikudag, en þá verður æfing og betra að ég sé á staðnum einnig til að æfa ljósarennsli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home