21 mars 2005

Venjulegur dagur

Þetta er búinn að vera ósköp venjulegur dagur, og lítið markvert gerst. Það var stjórnarfundur hjá CP félaginu í kvöld og var þar ýmislegt rætt um skólamál fatlaðra barna. Fróðlegar umræður og skemmtilegar. Annars er bara allt við það sama, frí framundan sem ég ætla mér að nýta til þess að dekra við sjálfan mig og mína vona ég.
Annars veit ég ekki hvað maður á eiginlega að skrifa um á svona venjulegum degi, þegar allt er fallið í fastar skorður aftur. Þið vitið vinna, éta og sofa. Sama gamla tuggan upp aftur og aftur. Ég gæti haldið áfram að bulla svona en nú er mál að hætta og fara að gera eitthvað uppbyggilegra eins og að halda áfram að lesa "krimman" sem búinn er að vera á náttborðinu mínu síðan "sautján hundruð og súrkál".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home