07 apríl 2005

Það er munur á ljósi og hljóði

Mikið var nú gaman að heyra það að "sumir" komu heilir á húfi frá Kúbu og skemmtu sér vel. Mikið andskoti hefði ég viljað vera þar líka. Það er nú önnur saga. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að frétta og ekkert að gerast í húsnæðismálum eins og er. Ég fer að verða svolítið óþolinmóður, þ.e.a.s. ég vil fara að ganga endanlega frá mínu. Það þýðir kannski ekki að láta svona, þetta tekur bara tíma og bankarnir eru ekkert að flýta sér.
Það hefur svo sem ekkert merkilegt gerst í dag (6) æfing hjá hljómsveitinni (SJER) og Halanum líka, ég reyndar var að æfa leikhljóðin og fékk annan til að taka ljósin vegna þess að hljóðmaðurinn þarf að vera laus við um helgina. Ég ætla að reyna að sjá um hans verk, hvort það tekst skammlaust skal ósagt látið. Það verður bara að taka viljan fyrir verkið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home