25 apríl 2005

Sýningum lokið

Jæja, þá er sýningum lokið þetta leikárið. Við vorum að koma af síðustu sýningunni á Kirsuberjagarðinum. Það er óhætt að segja að þetta er fallegasta sýning sem Halaleikhópurinn hefur sýnt. Mikið var í hana lagt og leikmynd öll til fyrirmyndar. Næsta mál á dagskrá á þessum vettvangi er að halda aðalfund og er undirbúningur hanns hafinn.
Hjá okkur hjónakornunum hefur svo sem ekkert nýtt verið að gerast þannig að það er ekki frá miklu að segja. Kíktum uppeftir í dag en það var ekki auðvelt að komast að húsinu vegna malbikunarframkvæmda. Svona utanfrá að sjá var ekki mikil breyting. Ég býst við að fara uppeftir á þriðjudag en þá ætla ég að ræða við byggingarstjóra varðandi praktíst atriði og fl. nánari fréttir af gangi mála síðar.
Hér er allt að fyllast af kössum en það er byrjað að pakka niður hinu og þessu dóti, sem við komumst af án. Kassar undir rúmi, inni í búri, uppá hillu og hér og þar og jafnvel fyrir líka. Það er spurning hvort ekki verður að fara að grípa til þess að fleygja líka til þess að vera ekki að flytja með allt of mikið drasl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home