11 apríl 2005

Fín helgi

Það er orðið nokkuð síðan ég bloggaði síðast. Það hefur svosem ekki mikið merkilegt gerst. Það var sýning hjá Halanum í gær, sem tókst mjög vel. Ég þurfti að leysa af hljóðmann, og nafni minn Stefánsson leysti mig af sem ljósamann - og tókst bara mjög vel. Við hjónakornin skruppum í sveitina í gær og ég varð mjög hissa þegar ég sá að einn var byrjaður að mæla upp fyrir gardínum hjá sér. Við keyrðum einn hring í kringum húsið og þegar við komum hringin þá voru rúllugardínur komnar upp. Já það er greinilega byrjað að flytja inn í hálfkarað hús. Okkur Siggu liggur nú ekki svona mikið á að flytja en aðstæður fólks eru greinilega mjög misjafnar.
Það er byrjað að spá og spekulera í nýjum bíl en hvort af því verður er svo annað mál. Mér finnst allt í lagi að keyra á u.þ.b. 10 ára gömlum bíl í toppstandi. Betri helmingurinn er ekki sammála. Talandi um hana þá fór hún í morgun uppá spítala í smá uppskurð en kemur væntanlega heim á morgun eða miðvikudag. Hún var reyndar frekar kvíðinn fyrir þessu eins og hún hefur greint frá sjálf. Nánari fréttir síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home