Æi, þessir dagar

Þá er þessi dagurinn liðinn, byrjaði nú ekki allt of vel hjá mér en smá slys (ekki alvarlegt) orsakaði það að ég varð hálftíma of seinn í að dæma á móti í morgun (18. júní). Það lukkaðist nú allt saman á endanum. Að móti loknu var haldið heim en við áttum von á fólki í mat. Grillaður var grísahnakki og lukkaðist það allt vel. Kvöldinu var eytt í smá netvinnu, sem hafði setið smávegis á hakanum. Það er kominn yfir mig einhver sumar leti, ég nenni andsk.... ekki að gera handtak nema brýna nauðsyn beri til. Er til einhver lækning önnur en vítamín?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home