07 maí 2007

Ekki dauður enn



Nú verður maður að fara að bretta upp ermarnar og skrifa eitthvað, svona andsk.... ládeiða gengur ekki lengur.
Það mætti halda að maður væri dauður eða þannig. Fréttir af andláti mínu eru allavega stórlega ýktar og ég og mínir lifum góðu lífi. Ég hef bara einfaldlega ekki gefið mér einn einasta tíma til að blogga undanfarinn mánuð.
Þetta er búinn að vera náðug helgi hjá okkur og er það töluverð breyting frá atinu sem var helgarnar þar á undan. Leiksýningum er lokið og lífið óðum að færast í eðlilegt horf. Við vorum með brot úr verkinu á sýningu "List án landamæra" þann 30. apríl sl. og lukkaðist það nokkuð vel. Við hjónakornin skruppum í bíltúr í gær sem svosem er ekki í frásögur færandi en mikið er nú allt óttalega litlaust ennþá sbr. myndina sem hér fylgir en hún var reyndar tekin fyrir hálfum mánuði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home