31 janúar 2007

Af rannsóknum og fleiru

Það liggur við að það sé orðið viðburður að maður setji nokkurn skapaðan hlut hér inn nú orðið. Það er af sem áður var þegar skrifað var á hverjum degi. Nóg af þessu.
Ég var að koma frá því að sækja Siggu af Borgarspítalanum , úbs nei Landsspítalanum í Fossvogi heitir það víst í dag. Hún er búinn að vera undanfarnar tvær nætur í svefnrannsóknum þar. Í nótt eigum við svo að framkvæma súrefnismælingu heima og kemur þá í ljós hvort hún þarf að hafa súrefni einnig til viðbótar við öndunarvélarnar. Alla vega vona ég ekki því það getur verið andsk... hávaði í þessu þegar súrefnið er komið til viðbótar.
Annars er allt gott að frétta, ég á fullu í æfingum á nýju leikverki og gengur það vel. Væntanlega verður frumsýnt þann 24. febrúar sem þýðir afturá móti að ég missi af árshátíð TR. Það þykir mér fúlt en svona er þetta bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home