05 janúar 2007

Nýtt ár og hvað svo?

Þá eru jólin að verða búinn og lífið að færast í eðlilegt horf. Frá því að hér var skrifað síðast hefur svo sem fátt markvert gerst. Jólin voru fín og áramót sömuleiðis.
Strax 2. janúar fór Sigga uppá Reykjalund en hún er þar til skoðunar og í þjálfun. Upphaflega átti hún að vera í tvær vikur en væntanlega verða þær þrjár. Þannig að fimm daga vikunnar er ég í grasekkilsstandi en hún kemur bara heim um helgar. Ég er búinn að hafa það fínt á meðan (engin til að nöldra í mér eða þannig). Þó verð ég að segja að stundum er þetta svolítið einmanalegt.
Ég er að verða svolítið latur við skriftir, kannski er það bara að svo fátt markvert er að gerast þessa dagana og ég hef enga nennu í að fara að blanda mér í þjóðmálaþrasið. Manni er kannski orðið skít sama enda engar horfur á neinum breytingum eða þannig.
Ég kíkti niður í Hala í gær, en þar var að hefjast samlestur á nýju leikriti eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið sem heitir Batnandi maður samdi hann fyrir hópinn í tilefni af 15 ára afmæli Halaleikhópsins. Mér líst fjári vel á og hugsanlega verð ég með er samt ekki búinn að ákveða það endanlega það kemur í ljós um helgina. Meðan ég man - Gleðilegt nýtt ár öll sömul.

ps. breytti uppsetningu á vefnum þannig að nú geta allir sent inn komment án þess að þurfa að vera skráðir ég verð þá bara að vera duglegri við að henda út "rusli".

3 Comments:

At 12:50, Anonymous Nafnlaus said...

Sæll frændi, ætla bara að láta vita af sýningu hjá óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz en í kvöld (sun.7.) þá sýnum við Lagsþvælu kl.20 og svo aftur á fimmtudaginn kl.20 en lokasýning verður laugardaginn 13.jan. kl.17. Sýningin er haldin í húsnæði skólans við Grandagarð 11 (rétt hjá gamla Ellingssen) og kostar 500- inn.

 
At 01:58, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól, ár og svo framvegis

 
At 01:59, Anonymous Nafnlaus said...

Á.Sal

 

Skrifa ummæli

<< Home