23 september 2008

Komin heim frá Finnlandi


Þá er maður víst kominn heim frá Finnlandi, þetta var ágætis túr. Hvað ég var að flækjast þar? Þetta var norrænt almanna-trygginganámskeið, en þau eru haldin með reglubundnu millibili. Nokkrar myndir úr túrnum er að finna á Facebook. Stoppaði stutta stund í Køben á leiðinni heim og hitti Jón Arnar, Ingunni og Eirík og að sjálfssögðu nýjasta frændan hann Viktor Bjarkar.
Nú er félagsmála törnin að byrja á  fullu og var ég við stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Elliða var það hin notalegasta stund. 
Héðan úr sveitinni er allt gott af okkur að frétta. Næstu helgar verða undirlagðar af námskeiðum í bogfimi en ég er að kenna þar ásamt félaga mínum honum Inga Bjarnar. Fullbókað er á námskeið fram í nóvember. Sem sagt alveg nóg að gera og engin þörf á að kvarta yfir aðgerðarleysi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home