03 ágúst 2004

Glænýr frændi

Þennan daginn hefur maður tekið því rólega en stefni að því að fara í vinnu á morgun. Við Sigga skruppum uppí Krika áðan og vorum þar smá stund í mjög góðu veðri. Á leið þangað uppeftir þá komum við við hjá mömmu og það varð gestkvæmt hjá þeirri gömlu. Ég sá í fyrsta skipti nýjan frænda minn hann Smára sem reyndar er ekki nema þriggja mánaða. Mikið bölvaði ég sjálfum mér fyrir að hafa ekki myndavél við hendina en svona er þetta bara.
Halastjórnin hittist áðan og ræddi starfið framundan, leikstjóramál og fleira og skýrist það betur á næstu dögum. Fleira markvert hefur varla gerst hjá mér eða okkur í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home