02 september 2004

Annar dagur ferðarinnar

Vöknuðum snemma – ég hafði sofið frekar illa. Það virðist vera orðið regla frekar en hitt svona þegar maður sofnar á öðrum stað en heima hjá sér. Eftir morgunmat var farið hér út á verönd en við erum neð útsýni yfir flugvöllinn. Þar var lítil tvíþekja að fara á loft. Sýndi hún ýmsar kúnstir.
Einfaldur innkaupaleiðangur varð að hálfgerðri martröð það sprakk á bílnum hjá Fanney. Kapphlaup á dekkjaverkstæðið kostaði það að Dolli var tekinn fyrir ofhraðan akstur á Drottningarbrautinni. Hvernig í andsk.... dettur þeim í hug að hafa 50 km hámarkshraða þarna. Um kvöldið var farið í bæinn og kíkt á menningarlífið. Ég reyndi að komast inn á kaffi Karólínu en þar var allt fullt. Við fórum þá bara á neðri hæðina og fengum okkur kaffi og öl. Ekki fannst mér nú vera mikið fjör í gilinu allt með hægasta móti. Komum við í Bryju og keyptum heimsins “besta ís” á Akureyri eða þannig hann var svosem la la...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home