02 september 2004

Fimmti dagur ferðarinnar

Sigga og Ninna skruppu niður í bæ að versla ýmislegt smálegt, en við Dolli urðum eftir heima. Þegar þær komu úr verslunarferðinni var lagt af stað til Dalvíkur en þar átti að skoða byggða safnið ásamt einhverju fleiru. Byggðasafnið á Dalvík var skoðaðí krók og kima Jóhanns stofa, Kristjáns stofa. Stofur þessar eru kendar við merka Svarfdælinga þá Jóhann Kr. Pétursson (Jóhann risa) og Kristján Eldjárn forseta. Úr byggðasafninu lá leiðinn á Kaffihúsið Sogn á Dalvík en þar fengum við heita bláberjaköku.
Haldið var síðan heim á leið það er á Akureyri og komið þangað laust fyrir kl. 18:30.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home