02 september 2004

Fjórði dagur ferðarinnar

Dagurinn var tekin snemma en við höfðum ákveðið að fara út á Grenivík og inni í Vaglaskóg. Fyrst var stoppað í Laugarási ekki var farið inn í gamla bæinn en hann skoðaður vandlega að utan. Það var gamann að sjá uppsett bú með leggjum og fl. þar fyrir utan. Ég varð fyrir vonbrigðum í Vaglaskógi, einhvernveginn fannst mér eins og þar væri allt í niðurníðslu. Veðrið var hlítt og bjart annað en kuldinn daginn áður. Seinnipartinn byrjaði að þykkna upp en veðrið hélst sæmilega hlítt.
Tengdó var skutlað inn á FSA en hún er með eitthvað ofnæmi sem reyndist vera sólarofnæmi sem hrjáir börn og gamalmenni. Renndi inn í bæinn aftur og á Kaffi Akureyri þar sem ég ætlaði að komast á netið til að geta skilað frá mér þessu blaðri ásamt fleiru. Það gekk einhverra hluta vegna ekki og gaman væri að grennslast fyrir um það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home