15 október 2004

Gott skrall framundan?

Stundum eru dagarnir þannig að það er nánast ekki þess virði að fara á fætur á morgnana. Ég held að dagurinn í gær hafi verið einn af þeim. Gamla rútínan vinna, éta og sofa ekki merkilegra en það. Reyndar hélt ný stjórn Esjunnar sinn fyrsta stjórnarfund í gær sem var svo sem í lagi en ekkert meira en það.
Einhvern tíma sagði ég það hérna að ég ætlaði aldrei að fjalla um vinnuna en geri þó undantekningu á því hér. Þannig er að seinna í dag ætlum við vinnufélagarnir að hittast og halda uppá 180 ára afmæli (2*50 og 2*40) það er nú ekki það oft sem við gerum okkur glaðan dag samann. Gæti orðið bara gott skrall held ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home