29 desember 2004

Af jólum og heilsufari

Þessi jól hafa að mörgu leiti verið ánægjuleg. Eitt hefur þó verið að spilla fyrir mér ánægjunni, en það er ansk..... verkur í öðrum fæti. Á annan dag jóla var þetta orðið svo þrálátt að mér varð ekki svefnsamt. Ég treysti mér ekki til vinnu eftir jólin en lifði á verkjatöflum sem gerðu sitt gagn. Mér tókst að fá tíma hjá lækni þann 28. og niðurstaða hanns var. "Þetta er eitthvað útfrá bakinu" - jújú það gat svo sem passað því ég var með hræðilegan bakverk um daginn, sem ég held að ég hafi fjallað um hér. Nú er ég semsagt á leið í sjúkraþjálfun eftir áramót og er víst löngu kominn tími til. Það hef ég trassað í mörg ár - nú er bara að sjá hvort það dugir á löppina á mér - nú er hún bara dofin en enginn verkur.
Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef kíkt í gestabókina hér á síðunni, hvað haldið þið er ekki bara ný kveðja þar inni, gaman af því fólk mætti vera miklu duglegra að nýta sér þær fyrir lengri skilaboð, og bara svona til að láta vita að það er fylgst með.

Annars hef ég og mínir það bara þokkalegt

p.s. Laufey skilaðu til Emils að hreindýrasteikin hafi orðið æðisleg

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home