18 desember 2004

Jólalegt eða hvað

Mikið var eitthvað jólalegt og yndislegt að líta út í morgun. Allt hvítt og nánast logn. Nú fékk ég jólafílinginn - en æjii ég var á leið í vinnuna, já á laugardegi það er mikið að gera á stórum bæ. Ekki orð um það meir.
Þegar veðrið er svona fallegt eins og það var í morgun, þá á ég það til að gleyma því alveg hvað það getur orðið kalt. Hvernig stendur á því? Jú þar sem ég geymi bílinn alltaf inni þá man ég hreinlega aldrei eftir því að það þarf að klæða sig eftir veðri. Aldrei klikkaði ég á þessu þegar maður bjó uppi á fjöllum eða þannig ég meina í efra Breiðholti. Talandi um það þá er orðið ansi langt síðan við höfum kíkt á gamlar heimaslóðir það liggur við að maður rati þangað ekki lengur. Jæja nóg er komið af bulli held ég í dag - segi bara eins og sumir sögðu hér í den "í guðs friði".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home