13 desember 2004

Illa nýtt helgi

Ósköp var nú gott að fá nöldrið sitt heim á föstudagskvöldið, ég var orðinn hundleiður á sjálfum mér heima. Hún sagði líka við mig "ég fer aldrei aftur á Reykjalund í desember það er allt of mikið stress"

Það er búið að vera fjári mikið að gera yfir þessa helgi, eða réttara sagt tíminn var illa nýttur. Við hjónakornin byrjuðum að versla ýmsa hluti fyrir jólinn í einum spretti á laugardag þar sem að ég þurfti að vera mættur á fundi kl. 14:00 þann sama dag. Eftir það var setið yfir jólamyndum niðrí Hala að horfa á tvær var eiginlega einum of mikið því laugardagurinn var nánast ónýtur.

Sunnudagurinn var óskop notalegur við hitt og þetta stúss heimavið og ekkert nema gott um hann að segja. Annars eru dagarnir hverjum öðrum líkir ekkert sérstakt sem sker sig úr. Sigga er farinn uppeftir aftur - þannig að næstu fjóra daga verð ég einn í kotinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home