13 desember 2004

Ónýtur diskur eða hvað

Ég var nýbúinn að planta mér niður í sófan til að horfa á "Heim farfuglanna" nýjan DVD disk sem ég var að kaupa, eftir að vera búinn að hamast við að ganga frá þvotti og svoleiðis. Ég byrja að horfa og nýt þess í botn - en þá, byrjar ekki diskfjandinn að hökta. Ég tek hann úr og er hann þá grútskítugur með einhverjum andsk... klessum á og ég veit ekki hvað. Minn maður varð náttúrulega hundfúll og ætlaði sko aldeilis að henda draslinu í hausinn á þeim þarna í búðinni.
Bíddu anda rólega - skildi vera hægt að hreinsa þetta - ég á netið og leitaði en fann ekkert gagnlegt og þó, smá alcohol og þurrka vel með hreinum klút. Ég átti að eiga einhversstaðar Propanol, en fann það ekki þá datt mér í hug það snjallræði að nota, já hvað haldið þið? Pampers klúta eins og notað er á botnin á ungabörnum og skola síðan vel með vatni. Diskurinn er eins og nýr og ég nýt hanns í botn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home