26 janúar 2005

Ég er greinilega ekki ómissandi

Mikið eru dagarnir núna hverjum öðrum líkir það er nánast ekkert sem maður gerir þessa dagana sem einhvert tilbreyting er í. Þetta er reyndar ekki alveg rétt við SJER félagar hittumst áðan en framundan er þorrablót sem við munum væntanlega spila á. Það ætti að ganga vandræðalaust fyrir sig enda við með músík sem hæfir vel slíkum tilefnum. Það eru ennþá 10 dagar í þetta. Ég heyrði í Halafélögum áðan og æfingar ganga vel en núna fer ýmislegt að gerast hjá mér sem gjaldkerfi hópsins. Það verður í nógu að snúast væntanlega á næstunni að halda utanum allt heila "klabbið". Það er svolítið skrýtið að vera ekki sjálfur á kafi en þetta segir mér bara það að ég er ekkert ómissandi.
Sigga er á kafi í spilamennsku núna og ég sit hér einn í rólegheitum - nenni ekki einusinni að horfa á leikinn hann er svo hundleiðinlegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home