06 janúar 2005

Jólin búinn - sprenginar og læti

Eftir vinnu í dag skrapp ég í söluhús okkar Esjumanna við Engjateig 11 og aðstoðaði félaga mína þar við flugeldasölu. Stuttu efir að ég kom laust uppúr kl. 17:00 gerði smá hvell í sölunni og allt fylltist út úr dyrum og var þetta þannig þá tæpu tvo tíma sem ég stoppaði. Snaraðist síðan heim og hafði fataskipti því ég átti að mæta á fundi í Esjunni þá um kvöldið. Það var góður og málefnalegur fundur, nú sit ég hér og dunda mig við að hreinrita fundargerð milli þess sem ég gríp í „bloggið“. Sigga skrapp uppí Mosfellsbæ á þrettándabrennuna þar en það hefur hún gert í mörg ár. Á eftir hittist svo slektin [hennar] heima hjá Hönnu frænku, ég gat ekki verið með að þessu sinni var upptekinn annarsstaðar eins og fram hefur komið. Nú þegar þetta er ritað undir miðnætti aukast sprengingar til muna sumir eru greinilega að klára byrgðirnar.
Þetta er búinn að vera fínn dagur að mörgu leiti - held ég fari að hætta þessu bulli að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home