11 janúar 2005

Engu gleymt

Jæja, það voru svo sem ekki gerð nein áramótaheit núna frekar en venjulega. Þó skal leitast við af fremsta megni að lifa sæmilega heilbrigðu líferni. Til marks um það var skeiðað á æfingu áðan. Hvurslags æfing var það jú, boginn var tekin fram efir nærri árs hlé. Þó ég segi sjálfur frá þá gekk bara furðu vel. Það tók nú töluverðan tíma að tína allt dótið saman og átta sig á hvar allt var í töskunni.
Tók ég þessu bara rólega vildi ekki ofgera mér svona fyrsta kastið. Árangurinn varð þokkalegur þegar ég var búinn að ná upp í mér hita og striðleikin var farinn. Eins og ég sagði við einhvern hérna fyrir mörgum árum sem var í sömu sporum og ég „þetta er bara eins og að læra að hjóla þú gleymir því aldrei“.Ég man ekki hvort ég hafði skýrt frá því en ég er byrjaður í sjúkraþjálfun tvisvar í viku nú á að liðka kallinn upp. Svona lagað hefði ég átt að vera búinn að gera fyrir löngu en það þýðir ekki að hugsa um það sem liðið er. Nú er bara að sjá hvort staðið verður við það að æfa allavega einu sinni í viku eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home