20 júní 2005

Af vitlausri afgreiðslu

Það á ekki af manni að ganga með verslun við sum fyrirtæki, annar hvort fær maður enga afgreiðslu eða þá vitlausa. Hafið þið nokkurn tíma lent í svona lögðu?
Þegar þetta gerist og maður kvartar þá fær maður ekkert nema skæting í staðinn. Verst er ef um algjöra nauðsynjavöru er að ræða. Þá er eins og fjandinn verði laus. Jæja það er best að hætta þessum pirringi, dagurinn byrjaði ömurlega. Kannski ég verði í betra skapi seinnipartinn.
Það greiddist úr þessu leiðinda máli með vitlausu afgreiðsluna, þannig að nú ætti ég að geta brosað út í annað.
Ég er alltaf að finna það betur og betur, hvað það er gott að vera í sveitinni. Lóðaframkvæmdir ganga þó fremur hægt þannig að aðgengið að húsinu hjá okkur hefur lítið batnað, því miður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home