28 september 2005

Heima - en nóg að gera

Það er einhver ansans lumbra í mér í dag þannig að ég fór ekki í vinnu í morgun.
Ég var að hugsa það eina sem maður skrifar í dag er nafnið sitt, annað pikkar maður á lyklaborð. Ég hef setið við síðustu kvöld og skrifað fundargerðir í bók og þetta er fjárans púl vinna. Svona er maður orðinn háður tækninni. Helmingi fljótari að pikka niður ritað mál heldur en að skrifa það með penna á blað. Þá vitið þið það.
Halaleikhópurinn er að fara í gang aftur eftir sumardvalan um það má lesa á Halablogginu vonandi gengur það allt vel. Ég hef ekki hugsað mér að vera með í vetur eins og sakir standa en það má vel vera að mér snúist hugur. Ég var að dunda við að uppfæra heimasíðu Halaleikhópsins áðan svo nú ættu upplýsingar á henni að vera nokkuð réttar og var kominn tími til segja eflaust sumir.
Það er best að fara að hætta þessu bulli og snúa sér að því að klára fundargerðarskrifin en þau þurfa að klárast fyrir mánaðarmót.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home