20 september 2005

Að drukkna í verkefnum

Þrátt fyrir fögur fyrirheit að nú skuli fara að skrifa hérna reglulega þá tekst mér einhvern veginn ekki að standa við það. Líklega er það bara vegna þess að ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja. Eins og sagði í færslunni hérna á undan þá er allt fallið í sama farið. Þó eru undantekningar frá því, ég skrapp til Akureyrar á laugardaginn ásamt vinnufélaga mínum en við vorum með námskeið þarna fyrir norðan. Held að okkur hafi bara gengið vel alla vega var fólkið ánægt. Nú um næstu helgi hefði ég þurft að vera á Ísafirði en sökum þess hversu mikið er að gera í vinnu tel ég engar horfur á því að mér auðnist það, svo annar verður að fara í minn stað. Hvurn andsk.. er ég að vilja þangað þetta er nú bara fundur á vegum Kiwanishreyfingarinnar sem við höldum á hverju hausti fyrir vestan.
Sigga er þræl kvefuð og kemur varla upp nokkru hljóði þessa dagana en vonandi fer það nú skánandi.
Hvenær verður "bloggað" hér næst verður að koma í ljós ef eitthvað merkilegt gerist þá verður greint frá því hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home