04 nóvember 2006

Mót prófkjör og fl.

Það er orðið nokkuð síðan ég hef skrifað nokkuð hérna. Það er svosem ekki mikið nýtt að frétta, hlutirnir nokkuð þeir sömu dag eftir dag. Þessi helgi er nokkuð ásetin hjá mér en nú stendur yfir Reykjavíkurmótið í bogfimi og ég tók náttúrulega þátt í því ásamt því að undirbúa og skipuleggja það ásamt fleirum góðum mönnum. Mótið er hálfnað klárast (sunnudag). Niðurstaðan verður að sjálfssögðu birt á bogfimivefnum.
Ég kaus í prófkjöri í fyrsta skipti í dag, en gemsin minn hefur varla þagað fyrir prófkjörskvabbi. Aðallega hafa þetta verið SMS boð. Sagði við einhverja á kjörstað í dag að nú þyrfti maður að geta stillt símann á auto replay. "Búinn að kjósa hættið að bögga mig", en það er víst ekki hægt því miður. Mér sýnist á öllu að minn maður hafi ekki haft árangur sem erfiði. Bömmer!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home