14 maí 2007

Skrapp austur

Ég skrapp austur á Egilsstaði um helgina og átti þar notalega stund með systur og mági. Þar ræddum við hin ýmsustu mál, en fyrst og fremst var þetta svona afslöppunarferð fyrir mig. Hafði með mér myndavél en ekki varð nú afraksturinn af því neitt sérlega góður ætla þó að reita inn nokkrum myndum á myndasíðuna mína næstu daga. Tvær eða þrjár eru nú þegar komnar.
Ekki get ég nú sagt að ég sé ánægður með kosningaúrslitin og verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist næstu daga. Ætli það gerist aftur það sama og gerðist 1995? þegar Davíð kippti Dóra inn í stað Jóns Baldvins. Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér kosningakerfið hér orðið stórskrýtið svo ekki sé meira sagt. Það er ekki nokkur leið að fá nokkra glóru í þetta orðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home