18 maí 2007

Sumarrútínan að hefjast

Í gær var legið í leti heima fram eftir degi en Magga systir kíkti ásamt mömmu í heimsókn til okkar og var orðið nokkuð síðan ég hafði séð þá gömlu. Ég hafði heyrt í henni í síma en ekki séð nokkuð lengi.
Nú er sumarrútínan að hefjast hjá mér en hefðbundu félagsstarfi að ljúka. Vonandi getur maður getur snúið sér að öðru í sumar. Nóg verður að gera næsta vetur.
Við vorum með aðalfund hjá okkur í Kiwanisklúbbnum Geysi sl. miðvikudagskvöld og fór það vel fram en það kom í minn hlut að stjórna þeim fundi. Um næstu helgi er svo aðalfundur Halaleikhópsins og þar þarf ég að vera líka. Þá er þetta félagsstúss væntanlega búið í bili.
Ég er búinn að vera með allsskonar hugmyndir um að hefja heilsuátak á sjálfum mér fara að hreifa mig meira eða þannig. Það ætlar samt ekki að ganga andskotalaust að framkvæma það því alltaf skal eitthvað koma úppá sem þarf að sinna og eyðileggur göngutúrana fyrir mér. Kannski er ég bara svona latur og nota það sem afsökun fyrir því að gera ekkert í málinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home