02 september 2004

Sjötti dagur ferðarinnar

Morgunin var tekin rólega en um 1:30 var lagt af stað og farið sem leið liggur út á Húsavík, og var plássið skoðað lítillega. Þaðan var svo haldið til baka og farið fyrst í Ásbyrgi þar var gengið niður að tjörninni sem þar er. Í Ásbyrgi hafði ég ekki komið í 40 ár. Þar var dvalið góða stund þrátt fyrir rignungu en þar var algjört logn. Við gengum niður að tjörninni en það var ekki það auðveld ganga. Þaðan var svo haldið í Hljóðakletta og skoðað þar. Það verður að segjast eins og er að haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Haldið var svo til baka til Húsavíkur þar sem við fengum okkur kaffi í Gamla Bauknum. Leiðin lá síðan aftur til Akureyrar en það kom í hlut okkar Dolla að elda mat og varð okkur ekki skotaskuld úr því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home